Innlent

Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC

Kristján Már Unnarsson skrifar
Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC á Bakka.

Smíði kísilversins á Bakka er á lokametrunum, mannaráðningar standa nú sem hæst enda stefnt að því að gangsetja um næstu áramót. Ráða þarf í 111 störf og forstjórinn segir það hafa gengið framar vonum. Þannig sé búið að ráða í allar stöður stjórnenda og sérfræðinga.

 

Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Hafsteinn segir erfiðast að fá iðnaðarmenn en þó sé búið að ráða 70 prósent af rafvirkjum og 50 prósent af vélvirkjum. Þá sé búið að ráða 60 prósent af almennum starfsmönnum.

 

Athygli vakti á dögunum þegar PCC auglýsti sérstaklega eftir bændum. Hafsteinn segir að það hafi verið sauðfjárbóndi í nágrenninu sem varpaði fram þessari hugmynd þegar haldinn var opinn dagur á Bakka. Auglýsingin hefur þegar skilað fjórum umsóknum frá bændum.

 

Nánar um þetta í frétt Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja

Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku.

Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík

Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×