Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 23:57 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira