Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 4-0 | Stórsigur Blika dugði eki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2017 18:45 Það var erfitt að þurfa að taka við silfri í dag. vísir/anton Breiðablik vann stórsigur á Grindavík, 4-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurinn dugði Blikum þó ekki til að verða Íslandsmeistarar því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH fyrir norðan og tryggði sér titilinn. Ingibjörg Sigurðardóttir kom Breiðabliki yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu og eins og staðan var þá voru Blikar Íslandsmeistarar. Kristín Dís Árnadóttir, Rakel Hönnudóttir og Selma Sól Magnúsdóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik. Blikar héldu í meistaravonina allt þar til Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir á 74. mínútu. Sandra Mayor bætti svo öðru marki við fimm mínútum síðar og gulltryggði sigur norðanstúlkna. Breiðablik varð því að gera sér 2. sætið að góðu. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar undanfarin fjögur ár. Grindavík er í 7. sæti og endar þar nema KR vinni Val á morgun.Af hverju vann Breiðablik? Þrátt fyrir að marga sterka leikmenn hafi vantað í lið Breiðabliks kom það ekki að sök gegn Grindavík. Blikar voru allan tímann með undirtökin, héldu boltanum vel og voru alltaf ógnandi. Staðan var 1-0 í hálfleik og eftir hlé bættu Blikar enn frekar í. Annað markið lá í loftinu allt frá því Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði seinni hálfleikinn á. Það kom loks á 69. mínútu þegar Kristín Dís Árnadóttir skoraði verðskuldað mark. Rakel og Selma Sól bættu svo tveimur mörkum við og 4-0 sigur Blika staðreynd.Þessar stóðu upp úr: Rakel Hönnudóttir sýndi hversu megnug hún er. Akureyringurinn dreif Blikaliðið áfram og var síógnandi. Svava Rós Guðmundsdóttir var svo alltaf hættuleg á hægri kantinum. Ungu stelpurnar í liði Breiðabliks minntu einnig rækilega á sig. Kristín Dís (fædd 1999) og Selma Sól (1998) voru öflugar inni á miðjunni og skoruðu báðar. Þá var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (2000) frábær í framlínu Blika; hélt varnarmönnum Grindvíkinga við efnið, tók góð hlaup og hélt boltanum vel. Virkilega þroskuð frammistaða hjá Sólveigu.Hvað gekk illa? Grindavík vann góðan sigur á Þór/KA í síðustu umferð en átti aldrei möguleika í dag. Grindvíkingar voru nokkrum númerum of litlir fyrir Blika sem unnu öruggan sigur.Hvað gerist næst? Liðin fá væntanlega nokkurra vikna frí og áður en lengsta undirbúningstímabil í heimi hefst. Landsliðskonur Blika verða þó í eldlínunni í undankeppni HM í október.Rakel: Gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. „Því miður. Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel í samtali við Vísi eftir leik. Ekki er langt síðan munaði átta stigum á Þór/KA og Breiðabliki. Það dró saman með þeim í lokaumferðunum og á endanum skildu aðeins tvö stig þau að. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi-deildarinnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Flokkast þetta undir vonbrigðatímabil í Kópavoginum? „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð,“ sagði Rakel sem varð að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur sinna gömlu félaga fyrir norðan. „Ég hef séð þetta áður,“ sagði Rakel og vísaði til þess þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari 2012.Þorsteinn: Óska Þór/KA til hamingju „Að sjálfsögðu var þetta mjög svekkjandi. Við gerðum ekki endilega ráð fyrir þessu en það hleypti smá spennu í þetta að staðan var 0-0 mjög lengi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir stórsigurinn á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó skammt því Þór/KA bar sigurorð af FH á sama tíma og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég vil óska Þór/KA innilega til hamingju með titilinn. Þær áttu þetta skilið,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst ánægður með hvernig Breiðablik kláraði tímabilið en Blikar unnu síðustu sex leiki sína með markatölunni 20-2. „Ég er mjög sáttur með liðið og hvernig við kláruðum þetta mót. Við getum ekki verið ósátt við að ná 42 stigum miðað við stöðuna sem við vorum komin í,“ sagði Þorsteinn. En verður hann áfram þjálfari Breiðabliks? „Já, ekki nema ég verði rekinn fyrir að lenda í 2. sæti,“ sagði Þorsteinn kíminn. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik vann stórsigur á Grindavík, 4-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurinn dugði Blikum þó ekki til að verða Íslandsmeistarar því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH fyrir norðan og tryggði sér titilinn. Ingibjörg Sigurðardóttir kom Breiðabliki yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu og eins og staðan var þá voru Blikar Íslandsmeistarar. Kristín Dís Árnadóttir, Rakel Hönnudóttir og Selma Sól Magnúsdóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik. Blikar héldu í meistaravonina allt þar til Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir á 74. mínútu. Sandra Mayor bætti svo öðru marki við fimm mínútum síðar og gulltryggði sigur norðanstúlkna. Breiðablik varð því að gera sér 2. sætið að góðu. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar undanfarin fjögur ár. Grindavík er í 7. sæti og endar þar nema KR vinni Val á morgun.Af hverju vann Breiðablik? Þrátt fyrir að marga sterka leikmenn hafi vantað í lið Breiðabliks kom það ekki að sök gegn Grindavík. Blikar voru allan tímann með undirtökin, héldu boltanum vel og voru alltaf ógnandi. Staðan var 1-0 í hálfleik og eftir hlé bættu Blikar enn frekar í. Annað markið lá í loftinu allt frá því Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði seinni hálfleikinn á. Það kom loks á 69. mínútu þegar Kristín Dís Árnadóttir skoraði verðskuldað mark. Rakel og Selma Sól bættu svo tveimur mörkum við og 4-0 sigur Blika staðreynd.Þessar stóðu upp úr: Rakel Hönnudóttir sýndi hversu megnug hún er. Akureyringurinn dreif Blikaliðið áfram og var síógnandi. Svava Rós Guðmundsdóttir var svo alltaf hættuleg á hægri kantinum. Ungu stelpurnar í liði Breiðabliks minntu einnig rækilega á sig. Kristín Dís (fædd 1999) og Selma Sól (1998) voru öflugar inni á miðjunni og skoruðu báðar. Þá var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (2000) frábær í framlínu Blika; hélt varnarmönnum Grindvíkinga við efnið, tók góð hlaup og hélt boltanum vel. Virkilega þroskuð frammistaða hjá Sólveigu.Hvað gekk illa? Grindavík vann góðan sigur á Þór/KA í síðustu umferð en átti aldrei möguleika í dag. Grindvíkingar voru nokkrum númerum of litlir fyrir Blika sem unnu öruggan sigur.Hvað gerist næst? Liðin fá væntanlega nokkurra vikna frí og áður en lengsta undirbúningstímabil í heimi hefst. Landsliðskonur Blika verða þó í eldlínunni í undankeppni HM í október.Rakel: Gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn. „Því miður. Það var alveg vitað fyrir leikinn að við gátum ekki gert meira en að vinna. Þetta var gott dagsverk hjá okkur en ekki nóg,“ sagði Rakel í samtali við Vísi eftir leik. Ekki er langt síðan munaði átta stigum á Þór/KA og Breiðabliki. Það dró saman með þeim í lokaumferðunum og á endanum skildu aðeins tvö stig þau að. „Við gerðum mistök á fyrri hluta tímabilsins og þau reyndust dýrkeypt,“ sagði Rakel. Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi-deildarinnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Flokkast þetta undir vonbrigðatímabil í Kópavoginum? „Það er flottur árangur að lenda í 2. sæti. En akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð,“ sagði Rakel sem varð að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur sinna gömlu félaga fyrir norðan. „Ég hef séð þetta áður,“ sagði Rakel og vísaði til þess þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari 2012.Þorsteinn: Óska Þór/KA til hamingju „Að sjálfsögðu var þetta mjög svekkjandi. Við gerðum ekki endilega ráð fyrir þessu en það hleypti smá spennu í þetta að staðan var 0-0 mjög lengi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir stórsigurinn á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó skammt því Þór/KA bar sigurorð af FH á sama tíma og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég vil óska Þór/KA innilega til hamingju með titilinn. Þær áttu þetta skilið,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst ánægður með hvernig Breiðablik kláraði tímabilið en Blikar unnu síðustu sex leiki sína með markatölunni 20-2. „Ég er mjög sáttur með liðið og hvernig við kláruðum þetta mót. Við getum ekki verið ósátt við að ná 42 stigum miðað við stöðuna sem við vorum komin í,“ sagði Þorsteinn. En verður hann áfram þjálfari Breiðabliks? „Já, ekki nema ég verði rekinn fyrir að lenda í 2. sæti,“ sagði Þorsteinn kíminn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti