Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru.
Framsögumenn á málþinginu verða:
Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.
Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi.
Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator.
Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA.
Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan.