Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en mælst hefur sig á brúargólfi frá síðustu athugun svo rétt þykir að loka fyrir alla umferð yfir brúna.
Miklir vatnavextir hafa verið á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegrar úrkomu. Þannig var þjóðvegi 1 loka á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum og hefur hann ekki verið opnaður.
Hringvegurinn er því lokaður á tveimur stöðum og segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, alveg ljóst að hringvegurinn verði lokaður um einhvern tíma.
Verkfræðingar frá Vegagerðinni eru nú á leiðinni austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að kanna og meta aðstæður á brúnni. Oddur segir að það skýrist væntanlega betur í dag hversu lengi hringvegurinn verði lokaður.
Veðurspáin gerir ráð fyrir að það stytti eitthvað upp fyrir austan í dag en svo á að byrja að rigna strax aftur á morgun.
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum

Tengdar fréttir

Alvarlegt ástand fyrir austan
Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði.