Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2018 18:45 Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins. Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins.
Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56