Sjálfstæðið og grunnskólarnir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2018 17:15 Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar