Erfið vika Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 08:00 Fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru í vondum málum og gætu nú snúist gegn forsetanum. Vísir/AP Þótt Donald Trump forseti Bandaríkjanna hafi átt allnokkrar erfiðar vikur í forsetatíð sinni jafnast þær fáar á við vikuna sem líður nú undir lok. Í þetta skiptið voru það ekki umdeild ummæli á Twitter eða á blaðamannafundi. Vandamál vikunnar eru lagalegs eðlis og alvarleg. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, hefur undanfarin misseri stýrt rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, á rússneskum áhrifum á kosningarnar og á málum sem uppgötvast við rannsóknarvinnuna. Sú rannsóknarvinna leiddi í vikunni af sér sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra Trumps, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Trump hefur lengi kallað rannsóknina nornaveiðar og sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað. „EKKERT SAMRÁÐ – NORNAVEIÐAR Á UPPLOGNUM FORSENDUM,“ tísti forsetinn til að mynda aðfaranótt fimmtudags. Mál vikunnar tengjast Rússamálinu reyndar takmarkað þótt slíkt mál á hendur Manafort eigi eftir að fara fyrir dóm. Óljóst er enn hvaða þýðingu þessi mál munu hafa fyrir forsetann. Með játningu Cohens þykir forsetinn hafa verið bendlaður við alríkisglæp, eins og sagði á forsíðu The New York Times fyrr í vikunni. Þá eru uppi spurningar um hvort Trump muni náða Manafort, Cohen eða þá báða. Ef af því verður mun sú ákvörðun án nokkurs vafa verða afar umdeild.Kosningastjórinn Lögmaðurinn Paul Manafort var ráðinn til forsetaframboðs Trumps í mars 2016. Í upphafi átti hann að sjá um að tryggja stuðning landsfundarfulltrúa en þegar Trump rak kosningastjórann Corey Lewandowski í júní var Manafort hækkaður í tign. Manafort hefur verið lengi undir smásjá Roberts Mueller. Samkvæmt fyrirmælum Muellers gerði alríkislögreglan (FBI) áhlaup á heimili Manaforts í Virginíu í júlí 2017. Leitað var að skjölum og öðrum gögnum í tengslum við Rússamálið. Á meðal þess sem fannst voru glósur sem Manafort tók og lét FBI-liða fá með glöðu geði, á fundi í Trump-turninum með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja. Manafort var fyrst ákærður í október sama ár. Hann og Rick Gates samverkamaður hans voru þá ákærðir fyrir meðal annars samsæri gegn Bandaríkjunum. Það mál hefur ekki enn farið fyrir dóm. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Manafort og Gates voru að auki ákærðir fyrir skattsvik og bankasvik. Í þessu máli kvað kviðdómur upp dóm sinn í vikunni og sakfelldi Manafort fyrir átta ákæruliði. Ekki náðist samkomulag um tíu liði ákærunnar. Sakfelldur Gates sneri baki við Manafort og játaði sekt sína, öfugt við kosningastjórann fyrrverandi. Gates gerði samkomulag við Mueller þar sem hann samþykkti að vera samvinnufús og bar hann meðal annars vitni gegn Manafort. Réttarhöldin voru skrautleg og fjallaði heimspressan mikið um þau. Í úttekt BBC frá því fyrr í vikunni kom fram að saksóknarar hefðu eytt miklu púðri í að sýna fram á að Manafort hefði lifað miklu lúxuslífi. Hann ætti meðal annars jakka úr strútsskinni sem hefði kostað hann um 1,5 milljónir króna. Það væri ómögulegt hefði hann ekki framið glæpina sem hann var sakaður um. Að endingu var Manafort meðal annars sakfelldur fyrir skattsvik og bankasvik. Refsing hans hefur ekki verið ákveðin og samkvæmt saksóknurum munu þeir tíu ákæruliðir sem ekki náðist samstaða um við réttarhöldin verða teknir fyrir á ný. Hámarksrefsing fyrir þá glæpi sem Manafort var sakfelldur fyrir eru áttatíu ár í fangelsi. Starfið í Úkraínu Þann 17. september næstkomandi stendur til að dómstóll í höfuðborginni Washington taki fyrir hitt málið á hendur Manafort. Hann er ákærður fyrir fyrrnefnt samsæri gegn Bandaríkjunum, fyrir að hafa ekki upplýst um starf sitt fyrir úkraínsk yfirvöld og fyrir peningaþvætti, að eiga við vitnisburð og að ljúga að rannsakendum. Ráðgjafarstörf Manaforts fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hliðhollur ríkisstjórn Vladímírs Pútín í Rússlandi, og vinna með rússneskum og úkraínskum ólígörkum eru kjarni þessa máls. „Ákærðu, Paul J. Manafort yngri og Richard W. Gates III, störfuðu um árabil sem pólitískir ráðgjafar og lobbíistar. Á milli að minnsta kosti 2006 og 2015 voru Manafort og Gates óskráðir starfsmenn úkraínska ríkisins, Héraðaflokksins (úkraínsks stjórnmálaflokks hvers leiðtogi Viktor Janúkóvítsj var forseti frá 2010 til 2014) og Stjórnarandstöðublokkarinnar (arftaka Héraðaflokksins sem stofnaður var árið 2014 eftir flótta Janúkóvítsjs til Rússlands),“ sagði meðal annars í ákærunni sem birt var í október 2017. Manafort og Gates hefðu auðgast um tugi milljóna dala á vinnu sinni í Úkraínu og reynt að fela greiðslur þaðan fyrir bandarískum yfirvöldum.Á meðan Trump velti því fyrir sér árið 2011 hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í kosningunum 2012 stofnaði Cohen til að mynda vefsíðu þar sem Trump var hvattur til dáða. Árið 2013 komst Cohen svo í fréttirnar þegar hann krafði grínfréttasíðuna The Onion um að fjarlægja „frétt“ þar sem gert var grín að Donald Trump.Vísir/APReddarinn Michael Cohen starfaði lengi sem persónulegur lögmaður Trumps og eins konar „reddari“ auðkýfingsins. Ljóst er að þeir hafa starfað náið saman. Á meðan Trump velti því fyrir sér árið 2011 hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í kosningunum 2012 stofnaði Cohen til að mynda vefsíðu þar sem Trump var hvattur til dáða. Árið 2013 komst Cohen svo í fréttirnar þegar hann krafði grínfréttasíðuna The Onion um að fjarlægja „frétt“ þar sem gert var grín að Donald Trump. Í maí á þessu ári birti BBC umfjöllun um að Cohen hefði fengið tugmilljóna greiðslu frá starfsmönnum úkraínska forsetans Petrós Porósjenkó fyrir að koma á fundi hans með Trumps. Því neituðu bæði Cohen og embætti Úkraínuforseta. Þagnargreiðslurnar Málið sem hefur valdið Cohen mestu hugarangri er þó þagnargreiðslur sem hann sá um til klámstjörnunnar Stephanie Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, og Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Konurnar tvær halda því fram að þær hafi sængað hjá Trump meðan hann var kvæntur og að þeim hafi verið greitt fyrir að þegja. Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur sótt einkamál fyrir hönd Daniels og vilja þau fá samkomulaginu hnekkt. Avenatti hefur verið afskaplega opinskár um andstöðu sína við Trump forseta og meðal annars sagt frá því að hann myndi bjóða sig fram á móti forsetanum ef enginn annar alvöru frambjóðandi væri í boði. Avenatti fagnaði játningu Cohens innilega í vikunni. Sagði játninguna sýna að hann og Daniels hefðu rétt fyrir sér. Slíkt hið sama gerði Daniels. „Við Michael höfum hlotið nokkurs konar uppreist æru og við hlökkum til að fá afsökunarbeiðnir frá þeim sem sögðu okkur ljúga,“ sagði Daniels við NBC News. Bendlar Trump við glæp Mueller kom málinu til saksóknaraembættisins í New York sem tók málið upp og hefur rannsakað undanfarið. Engin þörf er hins vegar á því að sýna fram á sekt Cohens fyrir dómi enda hefur hann nú játað sök. Cohen játaði á sig átta glæpi og tengjast tveir þeirra greiðslum til meintra hjásvæfa Trumps með beinum hætti. Cohen sagðist til að mynda hafa greitt konunum „að ósk frambjóðanda í þeim tilgangi að hafa áhrif á kosningarnar“. Þótt Cohen hafi ekki nefnt Trump á nafn er augljóst um hvern er verið að ræða. Þykir Cohen með þessu hafa bendlað Trump beinlínis við glæp. Afleiðingar þessa fyrir forsetann eru vitaskuld enn óljósar. Lögfræðingar sem Politico ræddi við voru margir hverjir á þeirri skoðun að sekt Cohens þýði ekki endilega sekt forsetans. „Það er algengt að tveir einstaklingar, flæktir í sömu atburðarás, mæti mismunandi lagalegum afleiðingum,“ sagði Andy Grewal, prófessor í lögfræði við háskólann í Iowa. Grewal sagði enn fremur að samkvæmt lögum um fjármögnun framboða, sem brot Cohens falla undir, þurfi einstaklingur að hafa verið meðvitaður um brot sín og að hafa brotið lög af ásettu ráði. Við annan tón kvað í umfjöllun Vox. Sagði þar Lisa Kern Griffin, lögfræðiprófessor við Duke, að þótt Trump hefði hvorki verið nefndur á nafn í ákærunni né í játningu Cohens væri hann svo gott sem „óákærður samverkamaður“ (e. unindicted co-conspirator). Það hugtak var einmitt notað um Richard Nixon forseta í skýrslunni sem send var Bandaríkjaþingi eftir Watergate-rannsóknina. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump að drukkna á forsíðu Time Tímaritið Time hefur birt nýja umdeilda forsíðu sem er liður í seríu um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. ágúst 2018 09:51 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump. 24. ágúst 2018 16:21 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Þótt Donald Trump forseti Bandaríkjanna hafi átt allnokkrar erfiðar vikur í forsetatíð sinni jafnast þær fáar á við vikuna sem líður nú undir lok. Í þetta skiptið voru það ekki umdeild ummæli á Twitter eða á blaðamannafundi. Vandamál vikunnar eru lagalegs eðlis og alvarleg. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, hefur undanfarin misseri stýrt rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, á rússneskum áhrifum á kosningarnar og á málum sem uppgötvast við rannsóknarvinnuna. Sú rannsóknarvinna leiddi í vikunni af sér sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra Trumps, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Trump hefur lengi kallað rannsóknina nornaveiðar og sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað. „EKKERT SAMRÁÐ – NORNAVEIÐAR Á UPPLOGNUM FORSENDUM,“ tísti forsetinn til að mynda aðfaranótt fimmtudags. Mál vikunnar tengjast Rússamálinu reyndar takmarkað þótt slíkt mál á hendur Manafort eigi eftir að fara fyrir dóm. Óljóst er enn hvaða þýðingu þessi mál munu hafa fyrir forsetann. Með játningu Cohens þykir forsetinn hafa verið bendlaður við alríkisglæp, eins og sagði á forsíðu The New York Times fyrr í vikunni. Þá eru uppi spurningar um hvort Trump muni náða Manafort, Cohen eða þá báða. Ef af því verður mun sú ákvörðun án nokkurs vafa verða afar umdeild.Kosningastjórinn Lögmaðurinn Paul Manafort var ráðinn til forsetaframboðs Trumps í mars 2016. Í upphafi átti hann að sjá um að tryggja stuðning landsfundarfulltrúa en þegar Trump rak kosningastjórann Corey Lewandowski í júní var Manafort hækkaður í tign. Manafort hefur verið lengi undir smásjá Roberts Mueller. Samkvæmt fyrirmælum Muellers gerði alríkislögreglan (FBI) áhlaup á heimili Manaforts í Virginíu í júlí 2017. Leitað var að skjölum og öðrum gögnum í tengslum við Rússamálið. Á meðal þess sem fannst voru glósur sem Manafort tók og lét FBI-liða fá með glöðu geði, á fundi í Trump-turninum með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja. Manafort var fyrst ákærður í október sama ár. Hann og Rick Gates samverkamaður hans voru þá ákærðir fyrir meðal annars samsæri gegn Bandaríkjunum. Það mál hefur ekki enn farið fyrir dóm. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Manafort og Gates voru að auki ákærðir fyrir skattsvik og bankasvik. Í þessu máli kvað kviðdómur upp dóm sinn í vikunni og sakfelldi Manafort fyrir átta ákæruliði. Ekki náðist samkomulag um tíu liði ákærunnar. Sakfelldur Gates sneri baki við Manafort og játaði sekt sína, öfugt við kosningastjórann fyrrverandi. Gates gerði samkomulag við Mueller þar sem hann samþykkti að vera samvinnufús og bar hann meðal annars vitni gegn Manafort. Réttarhöldin voru skrautleg og fjallaði heimspressan mikið um þau. Í úttekt BBC frá því fyrr í vikunni kom fram að saksóknarar hefðu eytt miklu púðri í að sýna fram á að Manafort hefði lifað miklu lúxuslífi. Hann ætti meðal annars jakka úr strútsskinni sem hefði kostað hann um 1,5 milljónir króna. Það væri ómögulegt hefði hann ekki framið glæpina sem hann var sakaður um. Að endingu var Manafort meðal annars sakfelldur fyrir skattsvik og bankasvik. Refsing hans hefur ekki verið ákveðin og samkvæmt saksóknurum munu þeir tíu ákæruliðir sem ekki náðist samstaða um við réttarhöldin verða teknir fyrir á ný. Hámarksrefsing fyrir þá glæpi sem Manafort var sakfelldur fyrir eru áttatíu ár í fangelsi. Starfið í Úkraínu Þann 17. september næstkomandi stendur til að dómstóll í höfuðborginni Washington taki fyrir hitt málið á hendur Manafort. Hann er ákærður fyrir fyrrnefnt samsæri gegn Bandaríkjunum, fyrir að hafa ekki upplýst um starf sitt fyrir úkraínsk yfirvöld og fyrir peningaþvætti, að eiga við vitnisburð og að ljúga að rannsakendum. Ráðgjafarstörf Manaforts fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hliðhollur ríkisstjórn Vladímírs Pútín í Rússlandi, og vinna með rússneskum og úkraínskum ólígörkum eru kjarni þessa máls. „Ákærðu, Paul J. Manafort yngri og Richard W. Gates III, störfuðu um árabil sem pólitískir ráðgjafar og lobbíistar. Á milli að minnsta kosti 2006 og 2015 voru Manafort og Gates óskráðir starfsmenn úkraínska ríkisins, Héraðaflokksins (úkraínsks stjórnmálaflokks hvers leiðtogi Viktor Janúkóvítsj var forseti frá 2010 til 2014) og Stjórnarandstöðublokkarinnar (arftaka Héraðaflokksins sem stofnaður var árið 2014 eftir flótta Janúkóvítsjs til Rússlands),“ sagði meðal annars í ákærunni sem birt var í október 2017. Manafort og Gates hefðu auðgast um tugi milljóna dala á vinnu sinni í Úkraínu og reynt að fela greiðslur þaðan fyrir bandarískum yfirvöldum.Á meðan Trump velti því fyrir sér árið 2011 hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í kosningunum 2012 stofnaði Cohen til að mynda vefsíðu þar sem Trump var hvattur til dáða. Árið 2013 komst Cohen svo í fréttirnar þegar hann krafði grínfréttasíðuna The Onion um að fjarlægja „frétt“ þar sem gert var grín að Donald Trump.Vísir/APReddarinn Michael Cohen starfaði lengi sem persónulegur lögmaður Trumps og eins konar „reddari“ auðkýfingsins. Ljóst er að þeir hafa starfað náið saman. Á meðan Trump velti því fyrir sér árið 2011 hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í kosningunum 2012 stofnaði Cohen til að mynda vefsíðu þar sem Trump var hvattur til dáða. Árið 2013 komst Cohen svo í fréttirnar þegar hann krafði grínfréttasíðuna The Onion um að fjarlægja „frétt“ þar sem gert var grín að Donald Trump. Í maí á þessu ári birti BBC umfjöllun um að Cohen hefði fengið tugmilljóna greiðslu frá starfsmönnum úkraínska forsetans Petrós Porósjenkó fyrir að koma á fundi hans með Trumps. Því neituðu bæði Cohen og embætti Úkraínuforseta. Þagnargreiðslurnar Málið sem hefur valdið Cohen mestu hugarangri er þó þagnargreiðslur sem hann sá um til klámstjörnunnar Stephanie Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, og Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Konurnar tvær halda því fram að þær hafi sængað hjá Trump meðan hann var kvæntur og að þeim hafi verið greitt fyrir að þegja. Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur sótt einkamál fyrir hönd Daniels og vilja þau fá samkomulaginu hnekkt. Avenatti hefur verið afskaplega opinskár um andstöðu sína við Trump forseta og meðal annars sagt frá því að hann myndi bjóða sig fram á móti forsetanum ef enginn annar alvöru frambjóðandi væri í boði. Avenatti fagnaði játningu Cohens innilega í vikunni. Sagði játninguna sýna að hann og Daniels hefðu rétt fyrir sér. Slíkt hið sama gerði Daniels. „Við Michael höfum hlotið nokkurs konar uppreist æru og við hlökkum til að fá afsökunarbeiðnir frá þeim sem sögðu okkur ljúga,“ sagði Daniels við NBC News. Bendlar Trump við glæp Mueller kom málinu til saksóknaraembættisins í New York sem tók málið upp og hefur rannsakað undanfarið. Engin þörf er hins vegar á því að sýna fram á sekt Cohens fyrir dómi enda hefur hann nú játað sök. Cohen játaði á sig átta glæpi og tengjast tveir þeirra greiðslum til meintra hjásvæfa Trumps með beinum hætti. Cohen sagðist til að mynda hafa greitt konunum „að ósk frambjóðanda í þeim tilgangi að hafa áhrif á kosningarnar“. Þótt Cohen hafi ekki nefnt Trump á nafn er augljóst um hvern er verið að ræða. Þykir Cohen með þessu hafa bendlað Trump beinlínis við glæp. Afleiðingar þessa fyrir forsetann eru vitaskuld enn óljósar. Lögfræðingar sem Politico ræddi við voru margir hverjir á þeirri skoðun að sekt Cohens þýði ekki endilega sekt forsetans. „Það er algengt að tveir einstaklingar, flæktir í sömu atburðarás, mæti mismunandi lagalegum afleiðingum,“ sagði Andy Grewal, prófessor í lögfræði við háskólann í Iowa. Grewal sagði enn fremur að samkvæmt lögum um fjármögnun framboða, sem brot Cohens falla undir, þurfi einstaklingur að hafa verið meðvitaður um brot sín og að hafa brotið lög af ásettu ráði. Við annan tón kvað í umfjöllun Vox. Sagði þar Lisa Kern Griffin, lögfræðiprófessor við Duke, að þótt Trump hefði hvorki verið nefndur á nafn í ákærunni né í játningu Cohens væri hann svo gott sem „óákærður samverkamaður“ (e. unindicted co-conspirator). Það hugtak var einmitt notað um Richard Nixon forseta í skýrslunni sem send var Bandaríkjaþingi eftir Watergate-rannsóknina.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump að drukkna á forsíðu Time Tímaritið Time hefur birt nýja umdeilda forsíðu sem er liður í seríu um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. ágúst 2018 09:51 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump. 24. ágúst 2018 16:21 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Trump að drukkna á forsíðu Time Tímaritið Time hefur birt nýja umdeilda forsíðu sem er liður í seríu um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. ágúst 2018 09:51
Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump. 24. ágúst 2018 16:21
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24