Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 17:34 Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira