Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2018 14:26 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn. Íslenska krónan Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn.
Íslenska krónan Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira