Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2018 14:26 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn. Íslenska krónan Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn.
Íslenska krónan Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira