Búnir að grandskoða Nígeríumennina Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:15 Helgi Kolviðsson kom inn í landsliðsteymið í kringum EM 2016 þegar hann mætti færandi hendi með ísbað frá Austurríki til Frakklands. Vísir/Vilhelm „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira