Erlent

Ölvaður flugmaður handtekinn á Heathrow

Andri Eysteinsson skrifar
Hér sést Boeing 767 vél Japan Airlines.
Hér sést Boeing 767 vél Japan Airlines. EPA/ Christopher Jue
Japanskur flugmaður var handtekinn á Heathrow flugvelli í London síðasta sunnudag vegna ölvunar sinnar. Flugmaðurinn reyndist vera með nífalt  löglegt hámarksmagn áfengis í blóðinu. BBC greinir frá.

Katsutoshi Jitsukawa, er starfandi flugmaður Japan Airlines og átti, síðasta sunnudag að fljúga Boeing 777 vél flugfélagsins til Tókýó. Starfsmenn á flugvellinum tóku eftir áfengislykt af Jitsukawa og tilkynntu flugmanninn til lögreglu.

Flugmaðurinn var skikkaður til þess að blása í áfengismæli og reyndist áfengisinnihald blóðs hans vera 189 milligrömm í hverjum 100 millílítrum blóðs.

Hámarksmagn áfengis í blóði flugmanna eru 20 milligrömm. Japan Airlines hefur gefið út afsökunarbeiðni og segist félagið ætla að tryggja að hlutir sem þessir komi ekki fyrir aftur.

Jitsukawa var dæmdur í gæsluvarðhald og mun fara fyrir dóm í lok þessa mánaðar. Hann hefur játað sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×