Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira