Gísli Örn hleypur í skarðið í Elly Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2018 10:54 Ragnar Bjarnason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson og Gísli Örn Garðarsson þegar hópurinn tók við gullplötu fyrir geilsadiskinn með tónlistinni úr sýningunni. Gísli Örn Garðarsson mun fylla skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu Elly í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 29. nóvember. Hjörtur er önnum kafinn í öðru verkefni leikhússins. Gísli Örn er vel kunnugur verkinu þar sem hann skrifaði það ásamt Ólafi Agli Egilssyni og leikstýrði því. Gísli tekur að sér nokkur hlutverk og mun hann m.a. leika Eyþór Þorláksson og Svavar Gests, en þessir menn voru eiginmenn Ellyjar, - sá fyrsti og sá þriðji. Hjörtur þarf frí frá sýningunni í desember þar sem hann mun leika Ríkharð III í samnefndu leikriti Shakespeares sem verður jólasýning Borgarleikhússins. Fyrsta sýning Gísla verður fimmtudaginn 29. nóvember og mun hann leika í sýningunni út árið. Þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hann stígur á svið á Íslandi. Að undanförnu hefur hann mestmegnis leikstýrt verkum í leikhúsi og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum bæði hérlendis og erlendis að því er segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningin um Elly Vilhjálms var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í mars árið 2017 og hefur síðan þá verið sýnd rúmlega 160 sinnum sem gerir hana að vinsælustu íslensku sýningu allra tíma. Áhorfendur eru orðnir rúmlega 75 þúsund og virðist ekkert lát vera á vinsældum. Tengdar fréttir Beið á Kastrup með blómvönd en hún kom aldrei Höfundar og leikarar sýningarinnar um Ellý þurftu að grafa djúpt í einkalíf söngkonunnar ástsælu til að gera lífshlaupi hennar góð skil á sviðinu. Verkið hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnt 160 sinnum. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gísli Örn Garðarsson mun fylla skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu Elly í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 29. nóvember. Hjörtur er önnum kafinn í öðru verkefni leikhússins. Gísli Örn er vel kunnugur verkinu þar sem hann skrifaði það ásamt Ólafi Agli Egilssyni og leikstýrði því. Gísli tekur að sér nokkur hlutverk og mun hann m.a. leika Eyþór Þorláksson og Svavar Gests, en þessir menn voru eiginmenn Ellyjar, - sá fyrsti og sá þriðji. Hjörtur þarf frí frá sýningunni í desember þar sem hann mun leika Ríkharð III í samnefndu leikriti Shakespeares sem verður jólasýning Borgarleikhússins. Fyrsta sýning Gísla verður fimmtudaginn 29. nóvember og mun hann leika í sýningunni út árið. Þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hann stígur á svið á Íslandi. Að undanförnu hefur hann mestmegnis leikstýrt verkum í leikhúsi og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum bæði hérlendis og erlendis að því er segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningin um Elly Vilhjálms var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í mars árið 2017 og hefur síðan þá verið sýnd rúmlega 160 sinnum sem gerir hana að vinsælustu íslensku sýningu allra tíma. Áhorfendur eru orðnir rúmlega 75 þúsund og virðist ekkert lát vera á vinsældum.
Tengdar fréttir Beið á Kastrup með blómvönd en hún kom aldrei Höfundar og leikarar sýningarinnar um Ellý þurftu að grafa djúpt í einkalíf söngkonunnar ástsælu til að gera lífshlaupi hennar góð skil á sviðinu. Verkið hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnt 160 sinnum. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Beið á Kastrup með blómvönd en hún kom aldrei Höfundar og leikarar sýningarinnar um Ellý þurftu að grafa djúpt í einkalíf söngkonunnar ástsælu til að gera lífshlaupi hennar góð skil á sviðinu. Verkið hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnt 160 sinnum. 26. október 2018 13:30