Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Ólafur Ingi Tómasson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun