Forsætisráðherra bjartsýn eftir fyrsta formlega fund formanna um breytingar á stjórnarskránni Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:45 Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira