Forsætisráðherra bjartsýn eftir fyrsta formlega fund formanna um breytingar á stjórnarskránni Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:45 Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira