Innlent

Sunna komin til Sevilla

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Elvira Þorkelsdóttir.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu gengu flutningarnir vel og var Sunna komin á spítalann í Sevilla síðdegis í dag. Þar mun hún gangast undir rannsóknir og er framhaldið enn óráðið.

Sunna hefur beðið lengi eftir flutningum en spítalinn í Sevilla er tilvísísanaspítali sem hún þurfti að fara á áður en hún getur komist að á bæklunardeild í Toledo.

Ferðin í dag tók um fjórar klukkustundir en annað eins ferðalag bíður hennar komist hún að í Toledo.

Fyrir um viku síðan sendi dómsmálaráðuneytið beiðni til spænskra yfirvalda um flutning á rannsókn sakamáls sem Sunna tengist til Íslands. Verði fallist á það yrði farbanni hennar á Spáni aflétt og kæmist hún þá til Íslands undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekkert svar borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×