Kornið sem fyllt mælinn: Sagði leikmenn vera búna að bóka flugmiða heim fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:39 Íslensku leikmennirnir eftir Serbíuleikinn. Vísir/Ernir Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185) EM 2018 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira