Svona munu höfuðstöðvar Landsbankans við hlið Hörpu líta út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 11:25 Kletturinn, verðlaunatillaga Arkþing og C.F. Møller sem stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarkeppninni. Hér má sjá bygginguna séð frá Arnarhóli. Arkþing og C.F. Møller Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Í tillögunni er húsið nefnt Kletturinn. Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu.Stefnt að framkvæmdum í byrjun næsta árs Þegar samningar við tillöguhöfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Bygging hússins verður boðin út.Höfuðstöðvarnar séð frá hlið.Arkþing og C.F. MøllerFallegt hús „Húsið sem Arkþing og C.F. Møller hafa teiknað er fallegt og kallast vel á við umhverfi sitt. Við teljum að það muni sóma sér vel í miðborginni og verði verðmæt eign fyrir Landsbankann. Tillagan hæfir starfsemi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem við lögðum upp með. Við hlökkum til að vinna með teymi Arkþings og C.F. Møller að endanlegri hönnun hússins. Einnig þökkum við öðrum arkitektateymum fyrir að senda okkur afar áhugaverðar og vel unnar tillögur,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans í tilkynningunni.Séð innan úr höfuðstöðvunum.Arkþing og C.F. MøllerSkipulagið sveigjanlegt „Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Einn helsti kostur tillögunnar er að vinnurýmin eru ákjósanleg og með góðum innbyrðis tengslum sem styðja við nútíma vinnuumhverfi þar sem áhersla verður lögð á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Húsið er vel hannað skrifstofu- og verslunarhúsnæði og þeir hlutar hússins sem bankinn hyggst leigja eða selja undir aðra starfsemi eru vel heppnaðir. Það skiptir miklu máli að skipulag hússins er sveigjanlegt og því verður auðvelt að móta húsið að breytingum á starfsemi bankans. Þetta er fjárfesting til framtíðar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Grunnmyndir 2., 3. og 4. hæðar hússins.ARKÞING OG C.F. MØLLER„Skýr afmörkun er á þeim rýmum sem bankinn hyggst nýta og þeirra rýma sem bankinn hyggst leigja eða selja til þriðja aðila en útleigurými er vel afmarkað í norðurhúsi með sér stiga og lyftukjarna en rýmið má einnig tengja við starfsemi bankans. Almenningsrými utandyra eru áhugaverð. Settröppur nyrst á byggingunni, móts við Hörpu, skapa skilyrði fyrir margbreytilega starfsemi utanhúss og geta orðið áhugaverður áfangastaður,“ segir í umsögn um húsið.40% hússins verða seld eða leigð Landsbankinn er nú með starfsemi í 13 húsum í miðborg Reykjavíkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans er bæði óhentugt og óhagkvæmt fyrir rekstur bankans. Bankaráð Landsbankans ákvað vorið 2017 að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans að Austurbakka 2 við Austurhöfn. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2.Reiturinn í kringum Hörpu er nú að taka á sig endanlega mynd.ARKÞING OG C.F. MØLLERArkitektateymin sem skiluðu inn frumtillögum að hönnun hússins voru: · Arkþing og C.F. Møller · BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason · Henning Larsen og Batteríið Arkitektar · Kanon arkitektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf.· PKdM arkitektar · Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbankanum. Hægt er að sjá hinar tillögurnar á vef bankans eða með því að fletta myndasafninu hér fyrir neðan.Tillagan 28557 eftir Kanon arkitekta og Teiknistofuna Tröð. "Tillagan hefur látlaust yfirbragð með fíngerðu útliti sem skapar áhugaverða andstöðu við aðliggjandi byggingar," segir i umsögn.Tillagan Flæðarmál eftir PKdM. "Tillagan byggir á þrískiptri byggingu með tveimur bryggjum, Kolabryggju og Fredriksensbryggju. Bryggjurnar eru skemmtileg hugmynd með sögulegri tenging við svæðið og við upprunalega strandlengju Reykjavíkur," segir í umsögn.Tillagan Hamrar eftir A2F arkitekta. "Hógvær en hnitmiðuð. Ýmis fíngerð og skemmtileg smáatriði felast í lausnum tillögunnar sem annars er hefðbundin í uppbyggingu," segir í umsögn.Tillagan Jökulís eftir höfunda Hörpu, Henning Larsen Architects og Batteríið Arkitekta. "Frjó og skemmtileg. Náttúra Íslands er uppspretta hugmyndarinnar sem byggir á jökli, svörtum klettum og iðagrænum mosabreiðum og er útkoman hvít skrifstofubygging á svartri jarðhæð þar sem starfsemi Landsbankans er komið fyrir í hvíta hlutanum, jöklinum," segir í umsögn.Tillagan Öndvegi 0874 eftir Bjarke Ingels Group og Arkiteó, sem unnu fyrri samkeppni um höfuðstöðvar Landsbankans. Andri Snær Magnason er meðhöfundur. "Heillandi almenningsrými sem auka gæði borgarinnar með samfelldu útivistarsvæði á grónum hallandi þökum sem ná alveg niður að jörðu og tengjast gönguleiðum svæðisins, Arnarhóli, miðbænum og höfninni," segir í umsögn.Verðlaunatillagan Kletturinn eftir Arkþing og C.F. Møller Danmark. "Heildstæð og spennandi bygging með góðum innbyrðis tengslum. Yfirbragð er stílhreint og glæsilegt og hæfir starfsemi bankans vel," segir í umsögn. Skipulag Tengdar fréttir Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00 Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa við Austurhöfn Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. 17. maí 2017 15:47 Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Í tillögunni er húsið nefnt Kletturinn. Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu.Stefnt að framkvæmdum í byrjun næsta árs Þegar samningar við tillöguhöfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Bygging hússins verður boðin út.Höfuðstöðvarnar séð frá hlið.Arkþing og C.F. MøllerFallegt hús „Húsið sem Arkþing og C.F. Møller hafa teiknað er fallegt og kallast vel á við umhverfi sitt. Við teljum að það muni sóma sér vel í miðborginni og verði verðmæt eign fyrir Landsbankann. Tillagan hæfir starfsemi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem við lögðum upp með. Við hlökkum til að vinna með teymi Arkþings og C.F. Møller að endanlegri hönnun hússins. Einnig þökkum við öðrum arkitektateymum fyrir að senda okkur afar áhugaverðar og vel unnar tillögur,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans í tilkynningunni.Séð innan úr höfuðstöðvunum.Arkþing og C.F. MøllerSkipulagið sveigjanlegt „Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Einn helsti kostur tillögunnar er að vinnurýmin eru ákjósanleg og með góðum innbyrðis tengslum sem styðja við nútíma vinnuumhverfi þar sem áhersla verður lögð á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Húsið er vel hannað skrifstofu- og verslunarhúsnæði og þeir hlutar hússins sem bankinn hyggst leigja eða selja undir aðra starfsemi eru vel heppnaðir. Það skiptir miklu máli að skipulag hússins er sveigjanlegt og því verður auðvelt að móta húsið að breytingum á starfsemi bankans. Þetta er fjárfesting til framtíðar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Grunnmyndir 2., 3. og 4. hæðar hússins.ARKÞING OG C.F. MØLLER„Skýr afmörkun er á þeim rýmum sem bankinn hyggst nýta og þeirra rýma sem bankinn hyggst leigja eða selja til þriðja aðila en útleigurými er vel afmarkað í norðurhúsi með sér stiga og lyftukjarna en rýmið má einnig tengja við starfsemi bankans. Almenningsrými utandyra eru áhugaverð. Settröppur nyrst á byggingunni, móts við Hörpu, skapa skilyrði fyrir margbreytilega starfsemi utanhúss og geta orðið áhugaverður áfangastaður,“ segir í umsögn um húsið.40% hússins verða seld eða leigð Landsbankinn er nú með starfsemi í 13 húsum í miðborg Reykjavíkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans er bæði óhentugt og óhagkvæmt fyrir rekstur bankans. Bankaráð Landsbankans ákvað vorið 2017 að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans að Austurbakka 2 við Austurhöfn. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2.Reiturinn í kringum Hörpu er nú að taka á sig endanlega mynd.ARKÞING OG C.F. MØLLERArkitektateymin sem skiluðu inn frumtillögum að hönnun hússins voru: · Arkþing og C.F. Møller · BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason · Henning Larsen og Batteríið Arkitektar · Kanon arkitektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf.· PKdM arkitektar · Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbankanum. Hægt er að sjá hinar tillögurnar á vef bankans eða með því að fletta myndasafninu hér fyrir neðan.Tillagan 28557 eftir Kanon arkitekta og Teiknistofuna Tröð. "Tillagan hefur látlaust yfirbragð með fíngerðu útliti sem skapar áhugaverða andstöðu við aðliggjandi byggingar," segir i umsögn.Tillagan Flæðarmál eftir PKdM. "Tillagan byggir á þrískiptri byggingu með tveimur bryggjum, Kolabryggju og Fredriksensbryggju. Bryggjurnar eru skemmtileg hugmynd með sögulegri tenging við svæðið og við upprunalega strandlengju Reykjavíkur," segir í umsögn.Tillagan Hamrar eftir A2F arkitekta. "Hógvær en hnitmiðuð. Ýmis fíngerð og skemmtileg smáatriði felast í lausnum tillögunnar sem annars er hefðbundin í uppbyggingu," segir í umsögn.Tillagan Jökulís eftir höfunda Hörpu, Henning Larsen Architects og Batteríið Arkitekta. "Frjó og skemmtileg. Náttúra Íslands er uppspretta hugmyndarinnar sem byggir á jökli, svörtum klettum og iðagrænum mosabreiðum og er útkoman hvít skrifstofubygging á svartri jarðhæð þar sem starfsemi Landsbankans er komið fyrir í hvíta hlutanum, jöklinum," segir í umsögn.Tillagan Öndvegi 0874 eftir Bjarke Ingels Group og Arkiteó, sem unnu fyrri samkeppni um höfuðstöðvar Landsbankans. Andri Snær Magnason er meðhöfundur. "Heillandi almenningsrými sem auka gæði borgarinnar með samfelldu útivistarsvæði á grónum hallandi þökum sem ná alveg niður að jörðu og tengjast gönguleiðum svæðisins, Arnarhóli, miðbænum og höfninni," segir í umsögn.Verðlaunatillagan Kletturinn eftir Arkþing og C.F. Møller Danmark. "Heildstæð og spennandi bygging með góðum innbyrðis tengslum. Yfirbragð er stílhreint og glæsilegt og hæfir starfsemi bankans vel," segir í umsögn.
Skipulag Tengdar fréttir Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00 Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa við Austurhöfn Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. 17. maí 2017 15:47 Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Landsbankinn kominn með tillögur að nýjum höfuðstöðvum í hendurnar Frestur sem sjö arkitektateymi fengu til að skila inn frumtillögum að hönnun nýbyggingar fyrir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík rann út í gær. 20. janúar 2018 18:00
Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa við Austurhöfn Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. 17. maí 2017 15:47
Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04