Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:45 Svona var aðkoman að fundarstað. Allt harðlæst. Mynd/Trausti Harðarson Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30