Íslenski boltinn

Laugi Bald aftur í þjálfarateymi FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur kemur inn í þjálfarteymi FH.
Guðlaugur kemur inn í þjálfarteymi FH. vísir/bára
Guðlaugur Baldursson er kominn aftur inn í þjálfarteymi FH og þeir Ásmundur Haraldsson og Eiríkur Þorvarðarson hafa skrifað undir framlengingu á sínum samningum.

Guðlaugur, sem er mikill FH-ingur, þjálfaði Keflavík sumarið 2017 og 2018 en hætti um mitt sumar 2018. Keflavík féll úr Pepsi-deildinni.

Guðlaugur verður Ólafi Kristjánssyni til aðstoðar en Laugi, eins og hann er oftast kallaður, var aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar í Fimleikafélaginu frá 2012 til 2016.

Einnig hafa aðstoðarmennirnir Ásmundur Haraldsson og markvarðaþjálfarinn Eiríkur Þorvarðarson skrifað undir eins árs framlengingu á sínum samningum.

Ólafur Kristjánsson verður því með þrjá aðstoðarmenn á næsta ári en Eiríkur er eins og áður segir markvarðaþjálfari FH og hefur verið í mörg ár.

FH endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og olli vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×