Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 10:34 Upptakan sem Haspel á að hafa fengið að heyra er sögð varpa ljósi á hvernig Khashoggi var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00