Snarlarar húðskammaðir á hljóðlátri hrollvekju sem er vinsælasta mynd Bandaríkjanna um þessar mundir Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 19:37 John Krasinski er leikstjóri myndarinnar og einn af aðalleikurum. IMDB Hrollvekjan A Quiet Place hefur vakið verðskuldaða athygli og trónir nú á toppi aðsóknarlista Bandaríkjanna. Myndin segir frá fjölskyldu sem býr á afviknum stað í algjörri þögn. Þær aðstæður eru tilkomnar vegna skrímsla sem ráðast á mannfólk við hvert einasta hljóð. Til að halda lífi þarf fjölskyldan því eftir bestu getu að lifa eins hljóðlátu lífi og hún getur. Söguþráður myndarinnar gerir það því að verkum að hún er mjög hljóðlát en greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að öll hljóð sem áhorfendur í kvikmyndahúsum gefa frá sér séu afar illa liðin af þeim sem eru að reyna að lifa sig inn í myndina. Hafa því þeir sem ákveða að japla á snakki eða poppkorni, eða verja ómældu tíma í að reyna að opna sælgætisbréf, verið litnir hornauga á sýningum þessarar myndar.BBC segir frá því að þeir sem ekki geta setið í kvikmyndasal í 90 mínútur án þess að fá sér eitthvað að borða sé svo gott sem skammaðir af öðrum á sýningum þessarar myndar. Í umfjöllun BBC um málið er til að mynda vitnað í breska útvarpsmanninn Nick Grimshaw sem húðskammaði slíka bíógesti nýlega eftir að hafa séð A Quiet Place.Leikstjóri myndarinnar er John Krasinski, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk í bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Krasinski leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinnar ásamt Emily Blunt ásamt hinni fjórtán ára gömlu leikkonu Millicent Simmonds sem hefur missti heyrnina ung að aldri. Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis: Gjammandi lið og símafíklar óboðnir gestir í bíósalnum Vísir ákvað að fá nokkra "bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla bíóferða á Íslandi. 6. desember 2017 14:45 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hrollvekjan A Quiet Place hefur vakið verðskuldaða athygli og trónir nú á toppi aðsóknarlista Bandaríkjanna. Myndin segir frá fjölskyldu sem býr á afviknum stað í algjörri þögn. Þær aðstæður eru tilkomnar vegna skrímsla sem ráðast á mannfólk við hvert einasta hljóð. Til að halda lífi þarf fjölskyldan því eftir bestu getu að lifa eins hljóðlátu lífi og hún getur. Söguþráður myndarinnar gerir það því að verkum að hún er mjög hljóðlát en greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að öll hljóð sem áhorfendur í kvikmyndahúsum gefa frá sér séu afar illa liðin af þeim sem eru að reyna að lifa sig inn í myndina. Hafa því þeir sem ákveða að japla á snakki eða poppkorni, eða verja ómældu tíma í að reyna að opna sælgætisbréf, verið litnir hornauga á sýningum þessarar myndar.BBC segir frá því að þeir sem ekki geta setið í kvikmyndasal í 90 mínútur án þess að fá sér eitthvað að borða sé svo gott sem skammaðir af öðrum á sýningum þessarar myndar. Í umfjöllun BBC um málið er til að mynda vitnað í breska útvarpsmanninn Nick Grimshaw sem húðskammaði slíka bíógesti nýlega eftir að hafa séð A Quiet Place.Leikstjóri myndarinnar er John Krasinski, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk í bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Krasinski leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinnar ásamt Emily Blunt ásamt hinni fjórtán ára gömlu leikkonu Millicent Simmonds sem hefur missti heyrnina ung að aldri.
Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis: Gjammandi lið og símafíklar óboðnir gestir í bíósalnum Vísir ákvað að fá nokkra "bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla bíóferða á Íslandi. 6. desember 2017 14:45 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Álitsgjafar Vísis: Gjammandi lið og símafíklar óboðnir gestir í bíósalnum Vísir ákvað að fá nokkra "bíófíkla“ til að velja helstu kosti og galla bíóferða á Íslandi. 6. desember 2017 14:45
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein