Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 20:30 Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira