Fjölskylda Reed býr nefnilega aðeins í fimm kílómetra fjarlægð frá Augusta National golfvellinum en þrátt fyrir það voru þau ekki á staðnum þegar Patrick Reed tryggði sér sigur á Mastersmótinu og fékk að klæðast græna jakkanum.
Þess í stað þurftu þau að fylgjast þau með þessum 27 ára kylfingi í sjónvarpinu og grétu þau saman fyrir framan sjónvarpstækið í hópi vina.
From 3 miles away, Patrick Reed's family wept as they watched him win the Masters - via @ESPN App https://t.co/0PlEzaG6OY
— Rachel JOY Baribeau (@RachelBaribeau) April 10, 2018
Faðirinn Bill, móðirin Jeannette og yngri systir hans Hannah eru nefnilega á svarta listanum hjá Patrick Reed og máttu þau ekki mæta til að styðja hann á Mastersmótinu.
Ian O'Connor, blaðamaður ESPN, hafði upp á föður Patrick Reed og forvitnaðist um hvað fjölskylda hans var að gera á sama tíma og strákurinn vann Mastersmótið.
Þegar Patrick Reed setti niður sigurpúttið fóru móðir hans, faðir og systir öll að gráta fyrir framan sjónvarpstækið um leið og þau föðmuðust. „Við föðmuðust sem fjölskylda og þetta var líka faðmlag fyrir Patrick. Á þessari stundu vorum við öll að faðma hann líka,“ sagði faðirinn Bill Reed.
Watch 2018 Masters champion @PReedGolf's final round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/iKjPTYRt74
— Masters Tournament (@TheMasters) April 9, 2018
Þau hafa ekki talað við Patrick Reed og bróðir hans í sex ár. Patrick hefur einungist samskipti við fjölskyldu eiginkonu sinnar sem heitir Justine. Hann þurfti að velja á milli og valdi því að snúa bakinu við móður, föður og systur.
Svo langt hefur Justine gengið í að halda þeim frá golfmótum eiginmannsins að hún lét einu sinni reka þau að svæðinu þegar Patrick Reed var að keppa á opna bandaríska mótinu árið 2014.
Bill vildi ekki fara út í ástæðurnar fyrir þessu í viðtalinu við ESPN en lagði bara áherslu á vilja sinn og fjölskyldunnar til að binda enda á þetta. Hann og konan hafa ekki fengið að umgangast barnabörn sín.
„Við biðjum fyrir því á hverjum degi að við fáum að hitta Patrick og börnin hans tvö. Við biðjum fyrir því á hverjum degi að fjölskyldan sameinist á ný,“ sagði Bill Reed, faðir nýja Mastersmeistarans Patrick Reed.
Þegar Patrick Reed sjálfur var spurður út í stöðuna var svarið kalt. „Ég er bara hérna til að spila golf og vinna golfmót,“ sagði Patrick Reed.