Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að Reykjavíkurborg geri áætlun um það hvernig gera megi íbúum í fjölbýli í Reykjavík mögulegt að hlaða rafmagnsbíla við heimili sitt enda sé verkefnið bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Tillaga þessa efnis verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag.
Í tillögu Sjálfstæðismanna segir að talið sé að 50 þúsund rafmagnsbílar noti innan við 1 prósent af því rafmagni sem framleitt er á Íslandi. Sparnaður í eldsneyti af 50 þúsund rafbílum sé um 30 milljarðar á ári.
Vilja áætlun um heimahleðslu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
