„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2018 20:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01