Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2018 15:52 Í nýju skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að kostnaður við Þ-H leiðina um Teigsskóg og R-leiðin með brú yfir mynni Þorskafjarðar sé sambærilegur. Grafík/Hlynur Magnússon Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. Lilja Guðríður Karlsdóttir verkfræðingur á stofunni vann valkostagreiningu fyrir Vestfjarðarveg að beiðni sveitastjórnar Reykhólahrepps. Ólíkt Vegagerðinni, sem telur Reykhólaleiðina fjórum milljörðum dýrari en ÞH-leiðina um Teigsskóg, telur Lilja Guðríður að kostnaður sé sambærilegur. Nýja skýrslan sem Viaplan vann fyrir Reykhólahrepp styður við álit norskrar verkfræðistofu þess efnis að leið um Reykhólahrepp sé ekki síður fýsilegur kostur en leið um Teigskóg. Eftir stendur fjögurra milljarða króna ágreiningur á áþekkum leiðum um hreppinn, R-leið og A3 leið.Tuttugu ára saga Undirbúningur að framkvæmdum við veginn hefur staðið í tæp tuttugu ár. Þangað til í ár stóð valið á milli Teigsskólaleiðarinnar og Gangnaleiðar, D2. Báðar eru tillögur Vegagerðarinnar. Vorið 2018 leitaði Reykhólahreppur til norskrar verkfræðistofu, Multiconsult, sem lagði til Reykhólaleið R sem sáttakost í júní. Multiconsult áætlar að Reykhólaleið R kosti 6,9 milljarða á móti 6,4 milljörðum fyrir Teigsskógsleið á verðlagi 2016. Vegagerðin lagði svo til tillögu að Reykhólaleið, A3, sem liggur í mjög svipuðu vegastæði og Reykhólaleið R frá Multiconsult. Kostnaðarmunurinn er þó töluverður en Vegagerðin telur A3 leiðina kosta 11,2 milljarða króna eða rúmum fjórum milljörðum meira en Multiconsult áætlar í R-leiðina. „Erfitt er að bera saman kostnaðinn á milli Reykhólaleiða R og A3 og Teigsskógsleiðar, þar sem Vegagerðin nýtir ekki sama kostnaðargrunn fyrir A3 og áður,“ segir í skýrslu Viaplan.“ Helsti ágreiningurinn á milli Vegagerðarinnar og Multiconsult, snýr samkvæmt Viaplan að brúartegundinni yfir Þorksafjörð og hins vegar því hvort hægt sé að nýta Reykhólasveitarveg eða þurfi að endurbyggja að stórum hluta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október var fjallað um skoðun Vegagerðarinnar á R-leiðinni og tillögunni um A3 leið um Reyhólahrepp.Teigsskógarleiðin er komin á dagskrá samgönguáætlunar fyrir næsta ár. Í ljósi afar skiptra skoðana á svæðinu má telja ólíklegt að framkvæmdir við nýja leið gætu hafist fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Sveitastjórn Reykhólahrepps segir í tilkynningu til fjölmiðla að sveitastjórnin hafi samkvæmt ráðleggingum Skipulagsstofnunar látið gera valkostagreiningu á leiðarvali Vestfjarðarvegar 60 um Reykhólahrepp. „Þetta var gert til að draga upp skýra, aðgengilega og hlutlæga mynd af þeim valkostum sem liggja fyrir varðandi Vestfjarðarveg 60. Til þess var fenginn óháður aðili sem ekki hefur áður komið að vinnu við V60 og engra hefði hagsmuna að gæta.“Leiðirnar fjórar sem bornar eru saman í nýju skýrslunni.ViaplanValkostagreiningin fólst í mati á tæknilegum, skipulagslegum, umhverfislegum, félagslegum og hagrænum þáttum fjögurra leiða: Gangaleið D2, Teigskógarleið ÞH, Reykhólaleið Vegagerðarinnar A3 og Reykhólaleið Multiconsult R. Niðurstaða valkostagreiningar Viaplan liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður í skýrslunni sem sveitastjórn Reykhólahrepps keypti: •Vænlegasti leiðarvalkosturinn er R-leið. R-leiðin sýnir betri niðurstöður fyrir tæknilega, skipulagslega, hagræna, umhverfislega og félagslega þætti en hinir kostirnir. •R-leið uppfyllir best markmið samgönguáætlunar samkvæmt lögum um samgönguáætlun. •Allar leiðir munu hafa jákvæð áhrif á samgöngur, byggðaþróun og ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. R og A3 munu auk þess hafa mikil jákvæð áhrif á samgöngur, byggðarþróun og ferðaþjónustu á Reykhólum sem hinar gera ekki. •Rekstrarkostnaður er minni á R-leið og A3 en á hinum. •Skólaakstur skólabílsins sem er fyrir börn sem fara um Gufudalssveit minnkar úr 108 km á dag í 58 km á dag með R-leið. Þetta er 86% stytting frá því sem er í dag. •Allar leiðirnar sem bornar eru saman í valkostagreiningunni stytta leiðina á sunnanverðum Vestfjörðum. Munurinn á leiðunum upp á þá styttingu er óverlegur eða um 2%. Þegar Dýrafjarðargöng verða tilbúin og farin R-leiðin yrði akstursleið íbúa frá Reykhólum til Ísafjarðar 175 km í stað 246 km. •Formlegt leyfisveitingarferli á ÞH leiðinni er komið lengra á veg en á hinum. •Kostnaður sambærilegur þegar kemur að ÞH og R-leið hvort sem farið verði í lagfæringar á Reykhólavegi strax eða ekki, enda fylgi sá kostnaður öllum leiðum. •Mælt er með því að Vegagerðin bæti verkferla sína í mörgum þáttum, rannsaki allar leiðir til hlýtar og skýri mörg atriði betur til að auðvelda ákvörðunartöku í málinu. „Reykhólahreppur harmar að klausan um betri samgöngur innan hreppsins frá matsskýrslu Vegagerðarinnar 2005 hafi verið tekin út í matskýrslu 2017 þrátt fyrir að lög um samgönguáætlanir kveði skýrt á um að samgögur skuli stuðla að jákvæðri byggðarþróun,“ segir í tilkynningunni.Ný skýrsla Viaplan. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. Lilja Guðríður Karlsdóttir verkfræðingur á stofunni vann valkostagreiningu fyrir Vestfjarðarveg að beiðni sveitastjórnar Reykhólahrepps. Ólíkt Vegagerðinni, sem telur Reykhólaleiðina fjórum milljörðum dýrari en ÞH-leiðina um Teigsskóg, telur Lilja Guðríður að kostnaður sé sambærilegur. Nýja skýrslan sem Viaplan vann fyrir Reykhólahrepp styður við álit norskrar verkfræðistofu þess efnis að leið um Reykhólahrepp sé ekki síður fýsilegur kostur en leið um Teigskóg. Eftir stendur fjögurra milljarða króna ágreiningur á áþekkum leiðum um hreppinn, R-leið og A3 leið.Tuttugu ára saga Undirbúningur að framkvæmdum við veginn hefur staðið í tæp tuttugu ár. Þangað til í ár stóð valið á milli Teigsskólaleiðarinnar og Gangnaleiðar, D2. Báðar eru tillögur Vegagerðarinnar. Vorið 2018 leitaði Reykhólahreppur til norskrar verkfræðistofu, Multiconsult, sem lagði til Reykhólaleið R sem sáttakost í júní. Multiconsult áætlar að Reykhólaleið R kosti 6,9 milljarða á móti 6,4 milljörðum fyrir Teigsskógsleið á verðlagi 2016. Vegagerðin lagði svo til tillögu að Reykhólaleið, A3, sem liggur í mjög svipuðu vegastæði og Reykhólaleið R frá Multiconsult. Kostnaðarmunurinn er þó töluverður en Vegagerðin telur A3 leiðina kosta 11,2 milljarða króna eða rúmum fjórum milljörðum meira en Multiconsult áætlar í R-leiðina. „Erfitt er að bera saman kostnaðinn á milli Reykhólaleiða R og A3 og Teigsskógsleiðar, þar sem Vegagerðin nýtir ekki sama kostnaðargrunn fyrir A3 og áður,“ segir í skýrslu Viaplan.“ Helsti ágreiningurinn á milli Vegagerðarinnar og Multiconsult, snýr samkvæmt Viaplan að brúartegundinni yfir Þorksafjörð og hins vegar því hvort hægt sé að nýta Reykhólasveitarveg eða þurfi að endurbyggja að stórum hluta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október var fjallað um skoðun Vegagerðarinnar á R-leiðinni og tillögunni um A3 leið um Reyhólahrepp.Teigsskógarleiðin er komin á dagskrá samgönguáætlunar fyrir næsta ár. Í ljósi afar skiptra skoðana á svæðinu má telja ólíklegt að framkvæmdir við nýja leið gætu hafist fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Sveitastjórn Reykhólahrepps segir í tilkynningu til fjölmiðla að sveitastjórnin hafi samkvæmt ráðleggingum Skipulagsstofnunar látið gera valkostagreiningu á leiðarvali Vestfjarðarvegar 60 um Reykhólahrepp. „Þetta var gert til að draga upp skýra, aðgengilega og hlutlæga mynd af þeim valkostum sem liggja fyrir varðandi Vestfjarðarveg 60. Til þess var fenginn óháður aðili sem ekki hefur áður komið að vinnu við V60 og engra hefði hagsmuna að gæta.“Leiðirnar fjórar sem bornar eru saman í nýju skýrslunni.ViaplanValkostagreiningin fólst í mati á tæknilegum, skipulagslegum, umhverfislegum, félagslegum og hagrænum þáttum fjögurra leiða: Gangaleið D2, Teigskógarleið ÞH, Reykhólaleið Vegagerðarinnar A3 og Reykhólaleið Multiconsult R. Niðurstaða valkostagreiningar Viaplan liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður í skýrslunni sem sveitastjórn Reykhólahrepps keypti: •Vænlegasti leiðarvalkosturinn er R-leið. R-leiðin sýnir betri niðurstöður fyrir tæknilega, skipulagslega, hagræna, umhverfislega og félagslega þætti en hinir kostirnir. •R-leið uppfyllir best markmið samgönguáætlunar samkvæmt lögum um samgönguáætlun. •Allar leiðir munu hafa jákvæð áhrif á samgöngur, byggðaþróun og ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. R og A3 munu auk þess hafa mikil jákvæð áhrif á samgöngur, byggðarþróun og ferðaþjónustu á Reykhólum sem hinar gera ekki. •Rekstrarkostnaður er minni á R-leið og A3 en á hinum. •Skólaakstur skólabílsins sem er fyrir börn sem fara um Gufudalssveit minnkar úr 108 km á dag í 58 km á dag með R-leið. Þetta er 86% stytting frá því sem er í dag. •Allar leiðirnar sem bornar eru saman í valkostagreiningunni stytta leiðina á sunnanverðum Vestfjörðum. Munurinn á leiðunum upp á þá styttingu er óverlegur eða um 2%. Þegar Dýrafjarðargöng verða tilbúin og farin R-leiðin yrði akstursleið íbúa frá Reykhólum til Ísafjarðar 175 km í stað 246 km. •Formlegt leyfisveitingarferli á ÞH leiðinni er komið lengra á veg en á hinum. •Kostnaður sambærilegur þegar kemur að ÞH og R-leið hvort sem farið verði í lagfæringar á Reykhólavegi strax eða ekki, enda fylgi sá kostnaður öllum leiðum. •Mælt er með því að Vegagerðin bæti verkferla sína í mörgum þáttum, rannsaki allar leiðir til hlýtar og skýri mörg atriði betur til að auðvelda ákvörðunartöku í málinu. „Reykhólahreppur harmar að klausan um betri samgöngur innan hreppsins frá matsskýrslu Vegagerðarinnar 2005 hafi verið tekin út í matskýrslu 2017 þrátt fyrir að lög um samgönguáætlanir kveði skýrt á um að samgögur skuli stuðla að jákvæðri byggðarþróun,“ segir í tilkynningunni.Ný skýrsla Viaplan.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00