Hunsaði viðvaranir sérfræðinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. desember 2018 06:30 Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sérfræðingar auðlindaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við því að fyrirhuguð reglugerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiðilaganna. Þetta kemur fram í undirbúningsgögnum fyrir setningu reglugerðarinnar sem Fréttablaðið fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga. Fyrirkomulaginu var komið á fót árið 2010 og hefur það verið við lýði síðan þá. Hæstiréttur dæmdi fyrirkomulagið ólögmætt í síðustu viku og féllst á viðurkenningarkröfu tveggja útgerða, Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) annars vegar og Hugins hins vegar, til skaðabóta. Tvær útgerðir til viðbótar, Vinnslustöðin (VSV) og Eskja, eiga sams konar mál fyrir héraðsdómi. Meðferð þeirra mála var frestað meðan dóms Hæstaréttar var beðið. „Mikilvægt er að ráðherra sé ljóst að við setningu reglugerðar af þessu tagi er verið að teygja sig mjög langt við túlkun heimildar þeirrar sem ráðherra hefur skv. 4. gr. [úthafsveiðilaga],“ segir í minnisblaði tveggja þáverandi sérfræðinga sjávarútvegsráðuneytisins frá 2010. „Verði látið á það reyna hjá umboðsmanni Alþingis eða fyrir dómstólum er mjög líklegt að niðurstaðan verði sú að ráðherra hafi gengið lengra við setningu reglugerðar en lög heimila.“ ÍV og Huginn fóru þess á leit við Deloitte að fyrirtækið áætlaði fjártjón þeirra vegna fyrrgreindra veiðiára. Var það allt að 2,3 milljarðar í tilfelli ÍV en 365 milljónir í tilfelli Hugins. Ekki liggur fyrir áætlað tjón Eskju og VSV. Þá er ljóst að önnur útgerðarfyrirtæki í sömu stöðu geta byggt á dómi Hæstaréttar vegna tjóns fjögur ár aftur í tímann. Hér hefur ekki verið tekið tillit til mögulegra dráttarvaxta.Frá makrílveiðum um borð í Hugin VE 55 en útgerð skipsins lagði ríkið.FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSONBlikur á lofti eftir makríldóma Fjölmörgum spurningum er ósvarað eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málum Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) og Hugins gegn íslenska ríkinu. Að mati dómsins voru veiðistjórnunarreglugerðir makríls í andstöðu við lög og ríkið bótaskylt vegna tjóns sem af hlaust. Veiðistjórnunarkerfi makríls var leitt í rétt árið 2010. Fól það í sér að stærstum hluta aflans, eða 86 prósentum, var ráðstafað til skipa sem veiddu makríl í flottroll eða nót árin 2007-2009, svokallaðra aflareynsluskipa. Rúm tvö prósent fóru til línu- og handfærabáta og afgangurinn til skipa sem í hvorugan flokkinn féllu. Ári síðar var hlutfall aflans til aflareynsluskipa 72 prósent og hefur það síðan þá verið á bilinu 69,8-72,3 prósent. ÍV og Huginn töldu hins vegar að samfelld veiðireynsla á makríl, í skilningi laga um veiðar utan lögsögu Íslands, hefði náðst á árunum 2008-2010 og því hefði borið að úthluta kvóta á skip í samræmi við veiðireynslu þeirra ára. Afleiðingin er sú að frá árinu 2011 hafa aflareynsluskip getað veitt mun minna en þeim var heimilt lögum samkvæmt. Í tilfelli ÍV var hlutfall útgerðarinnar í heildarafla tímabilsins 2011-2014 um tólf prósent en hefði með réttu átt að vera þremur prósentum hærra. Mál ÍV og Hugsins tók til veiðiáranna 2011-2014 en tvö sams konar mál bíða úrlausnar í héraði. Fastlega má gera ráð fyrir að útkoma þeirra verði á sama veg og í fyrri málunum tveimur. Fyrningarfrestur krafna er fjögur ár og eftir stendur því spurningin hvort útgerðir annarra aflareynsluskipa geti gert kröfu á ríkið vegna tjóns sem af hlaust síðustu fjögur ár. Í október 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti þar sem útgerð fór fram á bætur vegna ólögmætrar úthlutunar aflamarks í skötusel árið 2001. Fyrirkomulagið hafði verið dæmt ólögmætt árið 2006 en hlutaðeigandi útgerð setti fyrst fram kröfu um bætur eftir að fyrri dómur Hæstaréttar féll. Var útgerðin ekki talin hafa sýnt af sér tómlæti og því var fallist á kröfur hennar. Verði hið sama uppi á teningnum nú gæti ríkið mögulega þurft að greiða útgerðunum háar fjárhæðir í bætur. Sú upphæð er háð talsverðri óvissu enda erfitt að leggja mat á tapið. Aðilar sem Fréttablaðið hefur rætt við slumpa á að líklegt sé að það verði á annan tug milljarða. Árið 2015 lagði þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fram frumvarp til að taka á ólögmæti kerfisins en það var meðal annars gert eftir að umboðsmaður Alþingis skilaði áliti þar sem fram kom að lögum hefði ekki verið fylgt við setningu þess. Það frumvarp mætti mikilli andstöðu, sem birtist meðal annars í undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, og náði ekki fram að ganga. Þá liggur ekki fyrir hvernig veiðistjórnunarkerfi makríls verður háttað til framtíðar. „Ég fundaði með ríkislögmanni í gær og fór yfir dóminn, forsendur hans og álitamál varðandi veiðistjórnunina. Það tekur tíma að fara í gegnum þetta allt en við munum þurfa að vinna þetta hratt og örugglega svo nýtt kerfi verði tilbúið áður en vertíðin hefst,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Sérfræðingar auðlindaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við því að fyrirhuguð reglugerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiðilaganna. Þetta kemur fram í undirbúningsgögnum fyrir setningu reglugerðarinnar sem Fréttablaðið fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga. Fyrirkomulaginu var komið á fót árið 2010 og hefur það verið við lýði síðan þá. Hæstiréttur dæmdi fyrirkomulagið ólögmætt í síðustu viku og féllst á viðurkenningarkröfu tveggja útgerða, Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) annars vegar og Hugins hins vegar, til skaðabóta. Tvær útgerðir til viðbótar, Vinnslustöðin (VSV) og Eskja, eiga sams konar mál fyrir héraðsdómi. Meðferð þeirra mála var frestað meðan dóms Hæstaréttar var beðið. „Mikilvægt er að ráðherra sé ljóst að við setningu reglugerðar af þessu tagi er verið að teygja sig mjög langt við túlkun heimildar þeirrar sem ráðherra hefur skv. 4. gr. [úthafsveiðilaga],“ segir í minnisblaði tveggja þáverandi sérfræðinga sjávarútvegsráðuneytisins frá 2010. „Verði látið á það reyna hjá umboðsmanni Alþingis eða fyrir dómstólum er mjög líklegt að niðurstaðan verði sú að ráðherra hafi gengið lengra við setningu reglugerðar en lög heimila.“ ÍV og Huginn fóru þess á leit við Deloitte að fyrirtækið áætlaði fjártjón þeirra vegna fyrrgreindra veiðiára. Var það allt að 2,3 milljarðar í tilfelli ÍV en 365 milljónir í tilfelli Hugins. Ekki liggur fyrir áætlað tjón Eskju og VSV. Þá er ljóst að önnur útgerðarfyrirtæki í sömu stöðu geta byggt á dómi Hæstaréttar vegna tjóns fjögur ár aftur í tímann. Hér hefur ekki verið tekið tillit til mögulegra dráttarvaxta.Frá makrílveiðum um borð í Hugin VE 55 en útgerð skipsins lagði ríkið.FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSONBlikur á lofti eftir makríldóma Fjölmörgum spurningum er ósvarað eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málum Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) og Hugins gegn íslenska ríkinu. Að mati dómsins voru veiðistjórnunarreglugerðir makríls í andstöðu við lög og ríkið bótaskylt vegna tjóns sem af hlaust. Veiðistjórnunarkerfi makríls var leitt í rétt árið 2010. Fól það í sér að stærstum hluta aflans, eða 86 prósentum, var ráðstafað til skipa sem veiddu makríl í flottroll eða nót árin 2007-2009, svokallaðra aflareynsluskipa. Rúm tvö prósent fóru til línu- og handfærabáta og afgangurinn til skipa sem í hvorugan flokkinn féllu. Ári síðar var hlutfall aflans til aflareynsluskipa 72 prósent og hefur það síðan þá verið á bilinu 69,8-72,3 prósent. ÍV og Huginn töldu hins vegar að samfelld veiðireynsla á makríl, í skilningi laga um veiðar utan lögsögu Íslands, hefði náðst á árunum 2008-2010 og því hefði borið að úthluta kvóta á skip í samræmi við veiðireynslu þeirra ára. Afleiðingin er sú að frá árinu 2011 hafa aflareynsluskip getað veitt mun minna en þeim var heimilt lögum samkvæmt. Í tilfelli ÍV var hlutfall útgerðarinnar í heildarafla tímabilsins 2011-2014 um tólf prósent en hefði með réttu átt að vera þremur prósentum hærra. Mál ÍV og Hugsins tók til veiðiáranna 2011-2014 en tvö sams konar mál bíða úrlausnar í héraði. Fastlega má gera ráð fyrir að útkoma þeirra verði á sama veg og í fyrri málunum tveimur. Fyrningarfrestur krafna er fjögur ár og eftir stendur því spurningin hvort útgerðir annarra aflareynsluskipa geti gert kröfu á ríkið vegna tjóns sem af hlaust síðustu fjögur ár. Í október 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti þar sem útgerð fór fram á bætur vegna ólögmætrar úthlutunar aflamarks í skötusel árið 2001. Fyrirkomulagið hafði verið dæmt ólögmætt árið 2006 en hlutaðeigandi útgerð setti fyrst fram kröfu um bætur eftir að fyrri dómur Hæstaréttar féll. Var útgerðin ekki talin hafa sýnt af sér tómlæti og því var fallist á kröfur hennar. Verði hið sama uppi á teningnum nú gæti ríkið mögulega þurft að greiða útgerðunum háar fjárhæðir í bætur. Sú upphæð er háð talsverðri óvissu enda erfitt að leggja mat á tapið. Aðilar sem Fréttablaðið hefur rætt við slumpa á að líklegt sé að það verði á annan tug milljarða. Árið 2015 lagði þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fram frumvarp til að taka á ólögmæti kerfisins en það var meðal annars gert eftir að umboðsmaður Alþingis skilaði áliti þar sem fram kom að lögum hefði ekki verið fylgt við setningu þess. Það frumvarp mætti mikilli andstöðu, sem birtist meðal annars í undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, og náði ekki fram að ganga. Þá liggur ekki fyrir hvernig veiðistjórnunarkerfi makríls verður háttað til framtíðar. „Ég fundaði með ríkislögmanni í gær og fór yfir dóminn, forsendur hans og álitamál varðandi veiðistjórnunina. Það tekur tíma að fara í gegnum þetta allt en við munum þurfa að vinna þetta hratt og örugglega svo nýtt kerfi verði tilbúið áður en vertíðin hefst,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira