Ólafía Þórunn fékk tvo skolla á par fjórum holum á fyrri níu en kom til baka og var komin á parið eftir tvo fugla á seinni níu. Ólafía fékk síðan skolla á síðustu holunni og endaði því á einu höggi yfir pari.
Ólafía Þórunn er í 69. sæti af 108 kylfingum þegar þetta er skrifað en þó nokkrar eiga eftir að klára sinn fyrsta hring.
Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona.
Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hennar í dag. Samkvæmt skráningu á úrslitasíðu LET þá hóf Ólafía Þórunn leik á níundu holu en endaði á áttundu holu.
