Hamilton skildi keppendurna um titilinn eftir í reyknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 08:00 Lewis Hamilton. Getty Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira