Fugl á lokaholunni hélt Woods í forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2018 22:19 Tiger Woods brosmildur á hringnum í dag vísir/getty Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018
Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira