Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. september 2018 19:26 Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim. Dánaraðstoð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim.
Dánaraðstoð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira