Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 14:00 Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason. Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason.
Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira