Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2018 11:26 Frá Patreksfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“ Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“
Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00
Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34