Íslenski boltinn

Agla María: „Margar góðar vinkonur mínar í Stjörnunni en maður vill alltaf vinna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Agla María gat fagnað í leikslok með liðsfélögunum
Agla María gat fagnað í leikslok með liðsfélögunum vísir/vilhelm
Agla María Albertsdóttir varð í kvöld bikarmeistari í fótbolta með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Blikar sigruðu Stjörnuna 2-1 í úrslitunum á Laugardalsvelli í kvöld.

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta var mjög sætt í dag,“ sagði Agla María í leikslok. 

„Maður var smá stressaður í lokin þegar þær skoruðu þetta mark en það var mjög gott að þetta kláraðist.“

Agla María var frábær í leiknum og lagði upp bæði mörk Blika. Þrátt fyrir að spila með uppeldisfélaginu var hún að spila gegn gömlu félögunum, Agla María spilaði með Stjörnunni síðustu tvö ár.

Voru blendnar tilfinningar að mæta Stjörnunni í þessum leik? „Við töpuðum í Stjörnunni hérna í fyrra svo það er geggjað að klára þetta, sama á móti hverjum það er. Auðvitað eru þetta góðar vinkonur mínar þarna margar en maður vill alltaf vinna,“ sagði Agla María Albertsdóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×