Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Alls hafa sjö fangar strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum 10 árum. Fréttablaðið/Eyþór Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43