Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Alls hafa sjö fangar strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum 10 árum. Fréttablaðið/Eyþór Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43