Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 21:24 Orri Páll Dýrason er sakaður um nauðgun árið 2013. Epa/BALAZS MOHAI Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fyrrverandi trommara Sigur Rósar, hefur sent fjölmiðlinum Stundinni bréf þar sem hann krefst þess að umfjöllun miðilsins um frásögn Meagan Boyd, bandarískrar konur sem sakar hann um nauðgun, verði stöðvuð. Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. Orri Páll var trommari hljómsveitarinnar Sigur Rósar um nokkurt skeið en sagði sig úr sveitinni í byrjun mánaðarins vegna ásakana Boyd. Hún sakar Orra Pál um að hafa nauðgað sér tvisvar í Los Angeles árið 2013 og hafa vinkonur hennar sagst tilbúnar að styðja frásögn hennar. Orri Páll hafnar ásökunum Boyd.Segir ásakanirnar grófar ærumeiðingar Greint er frá því á vef Stundarinnar í kvöld að í bréfi lögmannsins sé farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd. Í bréfinu segir einnig að Orri Páll vinni nú að því að fá sig hreinsaðan af ásökununum en „hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna.“ Þá telji hann ásakanirnar grófar ærumeiðingar í sinn garð, auk þess sem umfjöllun Stundarinnar sé einhliða. „Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi,“ hefur Stundin upp úr bréfi lögmanns Orra Páls. Áttu ekki von á að reynt yrði að stöðva umfjöllunina Stundin svarar bréfinu í fréttinni um málið og segir þar að kröfu Orra Páls sé hafnað. Umfjöllunin mun birtast í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun, eins og áætlað var.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt Jóni Trausta Reynissyni, sem einnig er einn ritstjóra Stundarinnar.Stöð 2Undir svarið rita Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar. Þau hafna því að umfjöllunin sé einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins. „Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“Sjá einnig: Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra, segir í samtali við Vísi í kvöld að bréf lögmanns Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. „Við áttum kannski ekki von á því að það yrði reynt að stöðva þessa umfjöllun fyrirfram. Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Orra Páli. Hann hafnaði því að svara okkar spurningum en sendi þetta bréf í gegnum lögmann. Og ég verð að viðurkenna að það kom á óvart.“#Truthprevails María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona og eiginkona Orra Páls, birti í dag mynd á Instagram-reikningi sínum af þeim hjónum. Um er að ræða fyrstu færslu Maríu Lilju á samfélagsmiðlum eftir að ásakanirnar á hendur Orra Páli litu dagsins ljós. Hún merkti myndina með myllumerkinu #truthprevails, sem þýða mætti á íslensku sem Sannleikurinn sigrar. Myndina má sjá hér að neðan. View this post on InstagramYesterday was the #hugadrummerday I’m holding mine extra tight these days. . . . . #truthprevails #lovewins A post shared by Maria Lilja Thrastardottir (@marialiljath) on Oct 11, 2018 at 5:46am PDT MeToo Tengdar fréttir Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fyrrverandi trommara Sigur Rósar, hefur sent fjölmiðlinum Stundinni bréf þar sem hann krefst þess að umfjöllun miðilsins um frásögn Meagan Boyd, bandarískrar konur sem sakar hann um nauðgun, verði stöðvuð. Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. Orri Páll var trommari hljómsveitarinnar Sigur Rósar um nokkurt skeið en sagði sig úr sveitinni í byrjun mánaðarins vegna ásakana Boyd. Hún sakar Orra Pál um að hafa nauðgað sér tvisvar í Los Angeles árið 2013 og hafa vinkonur hennar sagst tilbúnar að styðja frásögn hennar. Orri Páll hafnar ásökunum Boyd.Segir ásakanirnar grófar ærumeiðingar Greint er frá því á vef Stundarinnar í kvöld að í bréfi lögmannsins sé farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd. Í bréfinu segir einnig að Orri Páll vinni nú að því að fá sig hreinsaðan af ásökununum en „hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna.“ Þá telji hann ásakanirnar grófar ærumeiðingar í sinn garð, auk þess sem umfjöllun Stundarinnar sé einhliða. „Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi,“ hefur Stundin upp úr bréfi lögmanns Orra Páls. Áttu ekki von á að reynt yrði að stöðva umfjöllunina Stundin svarar bréfinu í fréttinni um málið og segir þar að kröfu Orra Páls sé hafnað. Umfjöllunin mun birtast í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun, eins og áætlað var.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt Jóni Trausta Reynissyni, sem einnig er einn ritstjóra Stundarinnar.Stöð 2Undir svarið rita Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar. Þau hafna því að umfjöllunin sé einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins. „Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“Sjá einnig: Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra, segir í samtali við Vísi í kvöld að bréf lögmanns Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. „Við áttum kannski ekki von á því að það yrði reynt að stöðva þessa umfjöllun fyrirfram. Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Orra Páli. Hann hafnaði því að svara okkar spurningum en sendi þetta bréf í gegnum lögmann. Og ég verð að viðurkenna að það kom á óvart.“#Truthprevails María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona og eiginkona Orra Páls, birti í dag mynd á Instagram-reikningi sínum af þeim hjónum. Um er að ræða fyrstu færslu Maríu Lilju á samfélagsmiðlum eftir að ásakanirnar á hendur Orra Páli litu dagsins ljós. Hún merkti myndina með myllumerkinu #truthprevails, sem þýða mætti á íslensku sem Sannleikurinn sigrar. Myndina má sjá hér að neðan. View this post on InstagramYesterday was the #hugadrummerday I’m holding mine extra tight these days. . . . . #truthprevails #lovewins A post shared by Maria Lilja Thrastardottir (@marialiljath) on Oct 11, 2018 at 5:46am PDT
MeToo Tengdar fréttir Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55