Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 18:30 Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32