Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ í Arion Banka í Kringlunni þar sem að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi fyrsta hópinn fyrir undankeppni EM 2020.
Strákarnir okkar fara af stað í undankeppninni 24. október þegar að þeir mæta Grikklandi í Laugardalshöll en fjórum dögum síðar mæta þeir Tyrklandi ytra. Makedónía er fjórða liðið í riðlinum en efstu tvö liðin komast beint á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð.
Guðmundur fer með strákana á HM 2019 í janúar og ætti hópurinn í dag því að gefa nokkuð skýra mynd af því sem landsliðsþjálfarinn er að hugsa fyrir fyrsta stórmótið eftir endurkomuna. Hann kom Íslandi á HM 2019 með því að leggja Litháen í sumar í umspili.
Upptöku frá fundinum kemur í spilaranum hér að neðan innan skamms. Einnig má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis hér að neðan.
Handbolti