Bjarni og heimilisbókhaldið Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar