Niðurfellingin felld niður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans Mynd/Tryggvi Már Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira