Sport

Júlían og Guðbjörg íþróttafólk Reykjavíkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Júlían og Guðbjörg með verðlaunin.
Júlían og Guðbjörg með verðlaunin. vísir/vilhelm
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er íþróttakarl Reykjavíkur 2018 og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er íþróttakona Reykjavíkur 2018 en þetta var kunngjört á kjöri í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur.

Júlían Jóhann bætti heimsmet í réttstöðulyftu en Júlían bætti það ekki einu sinni heldur gerði hann það í tvígang. Hann komst á páll á EM í réttstöðulyftu er hann hirti gullið.

Það var ekki bara heimsmet sem Júlían sló því Evrópumet sló hann einnig er hann bætti Evrópumetið í réttstöðulyftu.

Guðbjörg Jóna vakti mikla athygli er hún varð Evrópumeistari í 100 metra hlaupi unglinga en hún kom, sá og sigraði einnig á Ólympíuleikum æskunnar. Þá í 200 metra hlaupi.

Auk þess settu hún nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi svo eitthvað sé nefnt.

Framstúlkur í handbolta voru lið ársins en þær urðu Íslands- og bikarmeistarar í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×