Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 14:56 Vísir hefur sagt af sérkennilegri og harðri deilu í Kópavogi, milli bæjaryfirvalda og hjónanna Guðmundar R Einarssonar og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Umboðsmaður hefur nú úrskurðað hjónunum í vil. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00
Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44