„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 13:31 Guterres gerði sér aðra ferð til Katowice til að hvetja samninganefndir aðildarríkjanna til dáða. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00