Vinnustaðasálfræðingur með starfsmenn Rásar 1 í meðferð Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 09:48 Þröstur segir að þau á Rás 1 hafi verið að vinna í að efla innra samtal og samstarf, efla teymið með aðstoð sérfræðinga. Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira