Raunheimar að verða að einu risastóru upplýsingakerfi Þór Jes Þórisson skrifar 13. desember 2018 08:00 Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun