Slegist með stólum á öldurhúsi í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 07:38 Gríðarlegur erill var hjá lögreglu milli 17 og 5. Vísir/Vilhelm Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja. Lögreglumál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja.
Lögreglumál Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira