Oftast er nú líka að finna stiga, fyrir þá sem hugsa um heilsuna, eru að telja skrefin eða nenna ekki að bíða eftir lyftunni.
Íslenski fjölmiðlahópurinn sem fylgdi landsliðinu eftir í Rússlandi var staddur á hóteli í Rostov og eins og oft áður stóð valið á milli lyftu eða stiga til þess að fara á milli hæða.
Á þessu ágæta hóteli var valið, stigi eða lyfta, þó gert mjög auðvelt þar sem stiginn var ekki boðlegur hótelgestum. Afhverju? Það sýndi Kolbeinn Tumi Daðason okkur í Rússnesku mínútu kvöldsins í Sumarmessu kvöldsins á Stöð 2 Sport.
Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.