Halda FH-ingar áfram að hefna?: 10-2 á móti Stjörnumönnum frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 11:45 Stjörnumenn fagna í Kaplakrika í byrjun október 2014. Vísir/Andri Marinó Stórleikur 11. umferðar Pepsi-deildar karla er jafnframt lokaleikur hennar og eini leikur kvöldsins. FH-ingar fá Stjörnumenn í heimsókn í Kaplakrikann klukkan átta í kvöld og er leikurinn einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hvorki FH-ingar né Stjörnumenn munu líklega aldrei gleyma 4. október 2014 þegar lið þeirra mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar voru búnir að vera á toppnum samfellt síðan í júní og nægði jafntefli í leiknum. Stjörnumenn tryggðu sér hinsvegar titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru mjög ósáttir út í dómara leiksins, fyrra mark Stjörnumanna var augljós rangstaða og þá voru Hafnfirðingar allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn. Stjörnumenn fögnuðu aftur á móti fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli sínum. Það má vissulega líta þannig á að FH-ingar hafi verið að hefna fyrir þetta sára tap undanfarin sumur. Stjörnumenn hafa nefnilega ekki sótt stig í Hafnarfjörðinn síðan í október 2014. FH hefur unnið þrjá síðustu leiki liðanna í Kaplakrika og það með markatölunni 10-2. FH vann 4-0 sigur í ágúst 2015, 3-2 sigur í ágúst 2016 og 3-0 sigur í júní 2017. Tveir af síðustu fjórum tapleikjum Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni hafa komið í Kaplakrika. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í Garðabæ á þessum tíma og allir leikirnir hafa endað með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn hafa því ekki unnið FH í Pepsi-deildinni síðan að þeir „stálu“ Íslandsmeistaratitlinum í uppbótartíma 4. október 2014. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Stórleikur 11. umferðar Pepsi-deildar karla er jafnframt lokaleikur hennar og eini leikur kvöldsins. FH-ingar fá Stjörnumenn í heimsókn í Kaplakrikann klukkan átta í kvöld og er leikurinn einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hvorki FH-ingar né Stjörnumenn munu líklega aldrei gleyma 4. október 2014 þegar lið þeirra mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar voru búnir að vera á toppnum samfellt síðan í júní og nægði jafntefli í leiknum. Stjörnumenn tryggðu sér hinsvegar titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru mjög ósáttir út í dómara leiksins, fyrra mark Stjörnumanna var augljós rangstaða og þá voru Hafnfirðingar allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn. Stjörnumenn fögnuðu aftur á móti fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli sínum. Það má vissulega líta þannig á að FH-ingar hafi verið að hefna fyrir þetta sára tap undanfarin sumur. Stjörnumenn hafa nefnilega ekki sótt stig í Hafnarfjörðinn síðan í október 2014. FH hefur unnið þrjá síðustu leiki liðanna í Kaplakrika og það með markatölunni 10-2. FH vann 4-0 sigur í ágúst 2015, 3-2 sigur í ágúst 2016 og 3-0 sigur í júní 2017. Tveir af síðustu fjórum tapleikjum Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni hafa komið í Kaplakrika. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í Garðabæ á þessum tíma og allir leikirnir hafa endað með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn hafa því ekki unnið FH í Pepsi-deildinni síðan að þeir „stálu“ Íslandsmeistaratitlinum í uppbótartíma 4. október 2014.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira